Nóbelsverðlaun fyrir LED lausnir

Þrír japanskir vísindamenn hlutu Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði sl. þriðjudag. Nóbelsverðlaunin hlutu þeir fyrir bláar ljósdíóður en með þeim hrintu þeir af stað byltingu í LED ljósatækninni. Í anda Alfred Nobel eru verðlaunin veitt fyrir þá uppfinningu sem mannkynið allt hefur hvað mest gagn af en LED tæknin er bæði mun orkunýtnari og umhverfisvænni en gamla glóperutæknin.

Þegar þeir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura uppgötvuðu þessa nýju tækni snemma á 10. áratug síðustu aldar, höfðu grænar og rauðar ljósdíóður verið til í fjölda ára. Þá bláu hafði hins vegar vantað til að hægt væri að framkvæma hvítt ljós. “Þeim tókst því það sem öllum öðrum hafði mistekist”, segir í tilkynningu sænsku Nóbelsnefndarinnar, en vísindamenn höfðu reynt að búa til bláu díóðuna í 30 ár. “Uppgötvun þremenningana var byltingarkennd. Glóperur lýstu upp 20. öldina en LED lampar munu lýsa upp 21. öldina.”

Hér er hægt að lesa meira um LED.

Eða hér, fyrir öllu tæknilegri upplýsingar.

led