Ledlausnir sérhæfa sig í lausnum í ledljósum, úti og inni.

Ledlausnir sérhæfa sig í lausnum í ledlýsingu úti og inni og búa yfir áralangri reynslu og þekkingu í rafiðnaði.

Á undanförnum árum hafa Ledlausnir kynnt sér ítarlega framleiðendur og þróun ledljósa og hefur

farið fram mikil rannsóknarvinna um ledljósatækni á vegum LedLausna.

Við leggjum áherslu á góða þjónustu við viðskiptavini, ráðgjöf og eftirfylgni. Við sérhæfum okkur í lýsingu fyrir iðnaðarhúsnæði, stofnanir, skrifstofur, hótel og verslanir. Einnig götulýsingu landslags- og gróðurlýsingu, sem og lýsingu á mannvirki.

 

Spörum orku með LED.

LED ljós (light emitting diode), eru hálfleiðarar sem breyta rafmagni í ljós. Díóðurnar eru mjög afkastamiklar og geta framleitt fjórfalt ljósmagn á við glóperu. Enginn glóðarþráður er í díóðunni og er hún því sterk og endingargóð og getur líftími orðið allt að 50 þúsund tímar eða meir.

LED-ljós þola vel kulda, og henta því afar vel í kæli- og frystigeymslur. LED-ljós þola mikinn titring og nota lága spennu með jafnstraumi sem gerir ljósið flöktfrítt.

Til skamms tíma voru LED-ljós dýr kostur en i dag er verðið samkeppnishæft og ekki spurning að skoða LED-ljós með tilliti til orku- og viðhaldssparnaðar. Rafmagnssparnaður við notkun LED-ljósa getur orðið allt að 60-80% og eru LED-ljós umhverfisvænasti ljósgjafi sem fæst í dag.

Sigþór Sveinn Másson rafvirkjameistari

S: 898-6335

Senda tölvupóst

QRCode